þriðjudagur, mars 18, 2003

Já ég er í fullu fjöri eftir helgina og enn ekki orðin að mállausum aumingja. Ég stóð mig vel sem ábyrgðarfullur einstaklingur sem vinnur fyrir brauði sínu og hagar sér skynsamlega á allan hátt. Á laugardagskvöldið keyrði ég allt fulla fólkið í Sjallann, það var mjög misskemmtilegt, ég nefni enginn nöfn en þess má geta að enginn dó í þetta skiptið. Stelpurnar eru reyndar frekar tregar að segja mér slúðrið úr Sjallanum en myndirnar tala sínu máli og vil ég benda öllum á að skoða Sjallinn.is. Plan kvöldsins gekk reyndar ekki upp þrátt fyrir að Inga hafi gert allt sem í hennar valdi stóð og kann ég henni mínar bestu þakkir.
Reginn kom í bæinn á föstudaginn að sjálfsögðu til að hitta uppáhalds litlu frænku sína, verður hann í bænum um óákveðinn tíma svo nú er tækifærið stelpur.

Í gærkvöldi fór ég á kvennakvöld. Það var hin ágætasta skemmtun, sérstaklega hló ég hátt og mikið í endann þegar tveir ungir drengir í Slökkviliðsbúningum hófu að svipta sig klæðum. Ég veit ekki hvert Brynja ætlaði svo við stúlkurnar héldum í hana, svona til öryggis. Einnig var mjög skondið að vera þjónað af skólabræðrum sínum berum að ofan og dillandi sér. Ég var komin með tár í augun í enda kvöldsins vegna hláturs.

Krúttlegasti meðlimur fjölskyldu minnar er ellefu ára í dag. Í gær var heimanverkefni hjá honum að skrifa ræðu um sjálfan sig. Í ræðunni sagði hann meðal annars.. "Ég á yndislega systur sem fer með mig á rúntinn á kvöldin og gefur mér nammi." Svona er maður góður já. Því miður fylgir sá böggull barnaafmælum að það þarf að halda upp á þau. Það þýðir að þegar ég kem heim á eftir verður húsið fullt af æpandi krökkum sem eru orðnir ofvirkir af sykurneyslu. Hlakka til..

P.S. Lilja mín þú mátt alveg einoka gestabókina mína, svo framarlega sem þú framfylgir ekki hótun þinni um að hefja þitt eigið blogg þar. En þú skalt ekki koma þínum hugsunum yfir á mig. Ég hef nú aldrei verið það hrifin af drekum;)

föstudagur, mars 14, 2003

Er enn að reyna að jafna mig á gærkvöldinu. Hrönn og Svanhildur drógu mig með sér á stefnumótakvöld MA og VMA þar sem maður borgaði fyrir að sjá nokkra valinkunna einstaklinga gera sig að fífli. Mjög skemmtilegt og fróðlegt allt saman, kynnarnir voru alveg skelfilegir og spurningarnar frekar langdregnar og leiðinlegar. Ótrúlegt að fólk láti plata sig út í svona Djúpu laugar dæmi.
Hápunktur kvöldsins var auðvitað þegar atriði úr Chicago var sýnt. Lugure var auðvitað langflottust og stóð sig mjög vel en ég hafði örlitlar áhyggjur að allt ætlaði upp úr búningnum hennar. Það varð þó ekki (strákunum til vonbrigða).
Í vinnunni í gær gerðist hreint ekkert merkilegt, ótrúlegt hvað maður venst því hvað fólk er dónalegt. Ég hef lært að taka öllu með frosnu tannkremsbrosi á vör og er reyndar hrædd um að festast bráðum í hlutverki vitlausu kassadömunnar og það eina sem kemur upp úr mér verði "Góðan daginn, má bjóða þér poka, takk, sömuleiðis takk. o.s.frv." Ekki má gleyma frosna brosinu sem gerir gæfumuninn.

Hill er etwas ósátt við það að ég sé að skýra frá rykinu á heimili hennar. Því tók hún kast þegar ég kom í heimsókn um daginn og hljóp um húsið með tuskuna á lofti. Þess má geta að þetta gerist aðeins einu sinni á ári. Einnig bakaði hún bollur sem ég ætlaði varla að þora að smakka en þó lét ég undan er hún horfði á mig augnaráði sármóðgaðrar 19 ára kvensniftar. Mér til undrunar voru þetta hinar bestu bollur en til að hrósa Hildigunni ekki of mikið má benda á að þær eru ekki hannaðar fyrir stráka. Þegar Kalli fékk sér bollu kafnaði hann næstum, Hildigunnur brást við með því að rétta honum mjólk sem var útrunnin fyrir mánuði og gekk það endanlega fram af drengnum.

Sigrún mætti í dag og því var ekki frí í einum einasta tíma hjá mér. Það var skelfilegt, það ætti að vera í landslögum að það væri amk. frí í einum tíma á hverjum degi. Að vísu töluðum við bara um Þýskalandsferðina í þýskutímanum og er komið í ljós að maður þarf að taka með sér dágóða fúlgu til að fjármagna þessa eh menningarferð.
Stelpurnar ætlað djamma um helgina, ég og Soffía hinsvegar erum ábyrgðafullar ungar konur og verðum að sinna okkar krefjandi vinnu meðan stelpurnar verða útúrdrukknar niður í bæ að reyna að taka karlpeninginn á löpp. Sögur herma að Brynja sé sérstaklega kræf í þeim efnum. Ég vissi að það kynni ekki góðri lukku að stýra að við Inga yrðum tvítugar, það ýtir undir áfengislöngunina hjá stelpunum um leið og það gerir okkur Ger að lögbrjótum því stelpurnar eru nú bara 19.

miðvikudagur, mars 12, 2003

Tölvur eru frá helvíti það er ég alveg viss um. Allavega tölvur sem virðast ekki geta gert einföldustu hluti eins og t.d. það sem þeim er skipað. Skólanetið er búið að vera í uppreisn undanfarna daga. Eina góða sem ég sé við það er að þá þurfum við ekki að nota andstyggðar fartölvurnar í stjórnmálafræði.
Dagurinn byrjaði samt mjög vel. Sigrún blessunin er enn veik sem þýðir að fyrsti tíminn hjá mér í dag var klukkan 12:25. Samúð mín með Sigrúnu er gríðarleg og sendi ég henni mínar bestu kveðjur og ráðlegg henni að liggja í rúminu sem lengst svo hún fái góðan bata. Já stundum velti ég því fyrir mér afhverju ég er ekki með geislabaug.
Í fjölmiðlafræði í dag áttum við að byrja á blaðagreinunum okkar, það tókst hinvegar eitthvað illa vegna þess að netið lá niðri. Það fannst Hildigunni reyndar lítið mál þar sem viðfangsefni hennar er Leiðarljós og þar sem hún er forfallin aðdáandi ( sorglegt, ég veit) þá eru allar hennar heimildir í höfðinu á henni.

Gærkvöldið var svei mér ágætt. Ég hélt áfram á djúpu kúrnum sem samnstendur af því að borða að minnsta kosti einn poka af djúpum á dag. Við átum nú víst eitthvað meira nammi líka enda ekki annað hægt þear maður horfir á tvær spólur. Hill var mjög miður sín yfir endinum á annari þeirra og tjáði hún mér að hún myndi gráta sig í svefn. Þar með sannaði hún að hún er mannleg eins og við hin. Ég fór líka í bíó í gær á Chicago sem var allt í lagi en ég varð samt fyrir vonbrigðum. Ég er viss um að leikritið verður miklu betra, ágætis lið að leika þarna já Lílja þú ert best.

þriðjudagur, mars 11, 2003

Ég var að koma úr sundi. Ákaflega skemmtilegir tímar sem ég hef unun af að mæta í. Ég lenti í smá rökræðum við Lilju sem að vildi meina að ég hafi svindlað. En það gerði ég reyndar ekki aldrei þessu vant, heldur synti allar tólf ferðirnar. Annars hefur þetta verið hinn ágætasti dagur, Sigrún veik þannig það var frí í fyrstu tímunum hjá mér og svo var hann Örn Þór víst andvaka í nótt blessaður og datt honum þá í hug að fara með okkur til London, Parísar og Barcelona í 4. bekk. Ekki kvarta ég. Samt var tíminn í Stjórnmálafræði í morgun enn og aftur til þess að ég fór að velta fyrir mér hvað ég væri að gera í þessum áfanga. Að vísu komum við ekki nálægt fartölvunum núna en við vorum að glósa og þvílík steypa. Inga og Hildigunnur lögðu sig, Lilja las í ensku bók meðan ég sökkti mér niður í Sjálfstætt fólk. Ef Þorlákur les þessar línur af einhverjum ástæðum þá er þetta að sjálfsögðu bara skáldskapur.

Í gærkvöldi bauð ég Hrönnsu og Lilju í heimsókn. Við horfðum á Fríðu og dýrið á DVD átum tvo popppoka og drukkum tvo lítra af kóki. Eftir það var Hrönn afskaplega illt í maganum því hún gat ekki ropað, við Lilja fundum vitanlega til með henni og fórum að dreifa huga hennar en við það fóru samræðurnar úr böndunum og við enduðum á að búa til fyrirtaks sokkaauglýsingu fyrir Rúmfatalagerinn. Við myndum græða töluvert á þessari hugmynd held ég..
En best að drífa sig í tíma, það er aldrei að vita nema maður gerist menningarlegur í dag og fari í bíó með stelpuskjátunum.

mánudagur, mars 10, 2003

Ég á mér ekki viðreisnar von. Ég reyndi að búa til nýja bloggsíðu í dag þar sem þessi ágæta síða er í klessu og enginn virðist ráða við hana. Emmi hefur aldrei heyrt um annað eins og aðrir tölvusnillingar hafa ekki gefið sig á tal við mig um þetta mál. Nýja síðantókst þó ekki betur en svo að sama vandamál hrjáir hana og gömlu síðuna svo ég varð að hætta við hana. Hef ég sterkan grun um að skólayfirvöld eða vinnuveitendur mínir séu að reyna að stöðva vaska framgöngu mína í bloggheiminum en mun ég halda ótrauð áfram fram í rauðan dauðann. Það gladdi mig mikið að Hildigunnur sá sér loks fært að skila linkunum mínum og var ég að dunda mér við það að færa þá inn aftur. Það tók reyndar ansi langan tíma þar sem þeir vildu ekki fara á réttan stað en mér tókst það og hana nú!
Helgin var ekki eins og best var á kosið. Ég lá upp í rúmi og horfði á DVD nánast alla helgina en ekkert bólaði á kleinudrengnum með geðfötluðu ömmuna. Ætli maður sé orðin of stór fyrir ævintýrin?
Við vorum rosalega góðar við Hill á afmælisdaginn, þar að segja ég og Inga því hinar stungu af úr bænum. Við fórum heim til Hildigunnar áður en hún kom úr skólanum, þar dreifðum við djúpum sem við keyptum á 99 kr í Súper á gólfið og slóðin lá inn í svefnherbergi. Þar földum við Inga okkur svo undir sæng með stóran og góðan pakka. Kápurnar og skóna okkar földum við svo í herberginu því við erum skynugar stúlkur. Hildí kom svo heim og var ekki lengi að átta sig á þessu, hún reif upp pakkann og var ákaflega sátt við innihaldið. Já Hill hvenær verður mér boðið í party & co? Síðan átum við djúpurnar sem sennilega voru orðnar eitraðar á að liggja á gólfinu hjá stelpunum í næstum hálftíma, mér hefur þó ekki enn orðið meint af. Til að sanna mál mitt hversu óhreint gólfið hjá þeim er má benda á það að ég er enn að reyna að ná rykinu úr kápunni minni og þetta var á föstudaginn!!!
Ég vil endilega að Iva fari að skrifa í gestabókina mína, alltaf gaman að fá fréttir frá Noregi.

fimmtudagur, mars 06, 2003

Hildigunnur skilaðu mér aftur linkunum mínum takk. Nú er illt í efni, bloggsíðan mín hefur hafið mótmæli og er í klessu. Tölvusnillingur óskast til að hjálpa mér STRAX!

Júú

miðvikudagur, mars 05, 2003

Mikið hef ég vanrækt þessa síðu að undanförnu. Ástæðan er sú að þegar maður er orðin tvítugur er afskaplega mikið að gera auk þess sem minnið er farið að reskjast. Á daga mína hefur drifið margt og með auknum þroska hefur lífsýn mín breyst. Þar má nefna: Aukin þreyta á morgnana sökum aldurs, afskaplega litla þolinmæði gagnvart fólki sem er ekki það heppið að hafa sömu skoðanir og ég og sérstakur pirringur á sumum bekkjarfélögum sem oftar en ekki láta út úr sér hluti sem geta fengið mig til að grípa til ofbeldis. Út í það verður ekki farið nánar á síðu þessari.
Í gær gerði ég afar áhugavert verkefni í fjölmiðlafræði með Hildigunni og Örnu. Þar áttum við að mæla Morgunblaðið eins og það leggur sig og skrá niðurstöðurnar í fersentimetrum og prósentum auk þess sem við gerðum skífurit. Þetta var því hreinlega stærðfræði og gátum við stöllur ekki séð hinn göfga tilgang með þessu verkefni. Þó fer þetta batnandi því næst eigum við að skrifa blaðagrein og efnið er að eigin vali. Ég er ekki enn búin að ákveða hvaða verðuga málefni ég mun rita um og allar hugmyndir eru vel þegnar. Tillögur má skrifa í gestabókina.
Söngvakeppni M.A. var í gærkvöldi. Við ætluðum að mæta snemma til að fá sæti annarstaðar en í hinni hörðu Kvos en einhverra hluta vegna lentum við einmitt þar. Þegar líða tók á kvöldið vorum við orðnar mjög rasssárar og lýstu einkenni Soffíu sér í heilabilun. Keppnin var samt mjög flott og flest atriðin góð að þessu sinni, eitthvað annað en í VMA eða það skilst mér á stelpunum sem enn fá tár í augun ef minnst er á þá keppni.

Fréttablaðið í dag var einkar skemmtileg lesning. Þar var verið að drulla á vingjarnlegan hátt yfir okka ágæta júróvísjonlag og útglenntan flytjanda þess. Lagið er vitanlega stolið það ætti hver maður að geta látið sér detta í hug með tilliti til höfundar þess. Uppi eru einhverjar hugmyndir um að breyta laginu en vonandi nær réttlætið fram að ganga og lagið í öðru sæti verði sent út. Þvílík gleði sem það yrði, það yrði tilefni til veisluhalda hjá okkur stelpunum.
Mikið er annars gaman að vera vinstri maður í dag.. Dabbi er í vondum málum tralalalalaa! Já það er ekki leiðinlegt að sjá stórlaxinn engjast á önglinum, hvernig ætlar hann að losa sig úr þessari klípu blessaður? Ég sá einmitt í áðurnefndu Fréttablaði í dag að Ingibjörg er vinsælli samkvæmt nýjustu könnunum. Það hlakkaði í mér illkvittnin.
Við erum að lesa Sjálfstætt fólk núna og varla að maður sé skrifandi þegar maður les Laxnes. Stafsetníngin fer aunhvurra hluta vegna í hnút.
Hildigunnur veit ekki hvað hún fær í afmælisgjöf hahaha. Þú verður bara að bíða gamla en hver veit nema að ég hafi tekið fram saumamaskínuna. Já, þetta var hótun.