mánudagur, febrúar 25, 2008

Upphitun fyrir föstudagskvöldið hófst á fimmtudagskvöldinu. Þá hittist leikklúbburinn Saga á ný ásamt fræga leikstjóranum þeirra, Denna eða öllu heldur Halldóri í Pressunni...

Veitingarnar voru ekki af verri endanum og má þarna meðal annars sjá skinkuhornin glæsilegu.

Bollan og fleira góðgæti. Oft var bætt á þennan góða pott en svo fór að hann var tómur að lokum. Þarna má einnig sjá glæsikvinnurnar Ingu afmælisbarn og Ástu hina leggjalöngu.


Bjórblaðran var afar vinsæl og lék afmælisbarnið af mikill leikni þrautreyndar bjórdrykkjukonu.Hitt afmælisbarnið er þekkt fyrir að vera dannað og hellti hún sér í glas á meðan Sóla tapaði sér í gleðinni.
Litla systir mín lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og kom og fagnaði með mér. Ákvað að leyfa sætu myndinni að vera með frekar en þeirri ljótu:)




Mig langar að þakka öllum sem komu og skemmtu sér með okkur kærlega fyrir komuna. Einnig þakka ég fyrir allar gjafirnar en þær eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Fjögur gloss, hárvörur, sólarpúður, eyrnalokkar, vínflöskur, páskaegg, heimaprjónað pils, blóm, súkkulaði, jarðaber, bækur freiðivínsglös, mynd, lampi, sæng, vasi, peningar, myndavél og úr hafa nú fengið nýjan eiganda svo eitthvað sé upp talið.
Kvöldið var eitt það skemmtilegasta sem ég hef lifað. Ég á yndislega vini. Söngur Margrétar og ræða Ævars voru frábær skemmtiatriði, eigum við eitthvað að ræða það hvað Ævar er fyndinn? Fæ kannski vídjó af herlegheitunum hjá Ingu og Jóni við tækifæri.

Eittt að lokum.... Ég á afmæli í dag:)
25 ára þann 25. febrúar 2008

fimmtudagur, febrúar 21, 2008



Bara einn dagur í hið glæsilega fimmtugsafmælispartý. Af því tilefni keyptum við Inga það sem upp á vantaði, fremst í flokki er stærðarinnar gasblaðra í laginu eins og bjórglas, það er froða og allt saman. Það getur enginn sagt að það sé ekki metnaður í afmælisbörnunum ógurlegu.

Í gær bakaði ég svo um 120 skinkuhorn með dyggri hjálp frá Sólu. Ef það hefði ekki verið fyrir hana, bleikt extratyggjó og hmmm kannski skinkumyrju hefði baksturinn farið út um þúfur. Note to self, það fæst ekki skinkumyrja í 10-11. Hornin tókust a.m.k mjög vel og eru að ég held rétt um 100 eftir ;)

Hildigunnur er komin til landsins og Sögustelpurnar á leiðinni að norðan til þess eins að koma í afmælið. Mikið óskaplega hlakka ég til. Amma og afi eru líka á leiðinni með nokkra pakka að norðan en halda svo til Danmerkur að hitta litlu barnabörnin.

Hlakka gríðarlega til að hitta ykkur öll annað kvöld. Við eigum von á 50 manns ef ég man rétt:)
Fyrir fimm árum héldum við Inga líka upp á stórafmæli. Þá gerðist meðal annars þetta:

Stelpurnar gáfu óvænta gjöf sem ég ætlaði mér að sleppa að skrifa um sökum tíðra heimsókna ættingja á þessa ágætu síðu. En þá er Hrönn þessi elska búin að kjafta frá í gestabókina svo ég legg til að
amma lesi ekki næstu línur. Stúlkurnar höfðu sumsé leigt strippara. Sá ágæti drengur var með mér í grunnskóla og er ekki hærri en svo að hann náði mér og Ingu upp að höku. Sem betur fer fletti drengurinn sig ekki öllum klæðum en við grétum úr hlátri við aðfarir hans við að klæða sig úr fötunum. Ææææ!

P.s. notaði ekki bleikt extratyggjó í skinkuhornin ef þið voruð að velta því fyrir ykkur;)

sunnudagur, febrúar 17, 2008

5 dagar í veisluna góðu gott fólk. Ískrrr... Og Inga mín á afmæli á morgun. Fyrir fimm árum og einum degi hafði ég þetta að segja:

,,Hún Inga mín á afmæli í dag. Viku á undan mér fyrir tuttugu árum ákvað hún að koma í heiminn okkur hinum til gæfu. Tuttugu ár er samt afar hár aldur og ekki nema vika þangað til ég hætti að vera nítján ára táningur og verð komin á þrítugsaldurinn, farin að skoða hrukkukrem með Ingu."

Ég glotti nú bara við tilhugsunina, tuttugu ár er enginn aldur og nú fimm árum seinna er ég ekki enn farin að skoða hrukkukrem. Sjáum til eftir fimm ár.

Annars varð ég bara að bæta við á óskalistann. Var að skoða sólarlandaferðir og fann eina til Portúgal á fáránlega góðu verði. Myndum fara í viku, rétt áður en skólinn byrjar. Því væri tilvalið að gefa mér http://urvalutsyn.is/gjafabref/
Maður ræður upphæðinni svo þetta er tilvalin gjöf, þegar 500 kallarnir koma saman;)

Ég gleymdi líka að mig langar í rúmteppi á nýja rúmið, það þarf að vera allvega 240x240.

Það var bara gaman í sjónvarpinu og ég er ekki frá því að táin á öðrum skónum mínum hafi fengið sínar fimm sekúndur. Slapp líka við að elda því að sjálfsögðu bauð Logi upp á pitsur. Þær voru þó enn betri pitsurnar sem við fengum hjá Lilju og Andra í gær úr glæsilega pitsuofninum þeirra. Síðan var nostalgíufílingur yfir Svartstökkum II og svo spilað fram á nótt. Takk fyrir kvöldið elskurnar :)

Inga mín, njóttu dagsins á morgun. Fullorðinn? Veit það nú ekki en það ætti að gerast á næstu árum hjá okkur. Þú ert bestust :*

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Garg hef ekki bloggað í meira en mánuð.
Ég er líka búin að vera lasin og það var afar leiðinlegt og óáhugavert.

Ef þið eruð vinir mínir og ekki mikið yfir þrítugt ættuð þið öll að vera búin að fá póst og taka frá föstudaginn eftir viku. Mál málanna er auðvitað fimmtugsafmæli okkar Ingu:) Við fórum einmitt í búðir í dag og vorum báðar spurðar um skilríki í ríkinu. Fannst það fyndið því ég hefði væntanlega látið Ingu (sem var á undan í röðinni) kaupa fyrir mig ef ég væri ekki líka búin að versla löglega í ríkinu í fimm ár. Fyrir þá sem neyðast til að gefa mér gjafir sökum skyldleika, er þetta á listanum:


*Björn formarmaður og fleiri smásögur eftir Davíð Þorvaldsson, 1929.

*Kalviðir eftir Davíð Þorvaldsson, 1930. (Var að komast að því rétt í þessu að hún var til í Bókinni í október, ÁRITUÐ! Myndi myrða fyrir þetta eintak, vona að það sé til ennþá....)

*Sæng

*Digital myndavél

*Gjafabréf með Icelandair

*Sólarpúður

*Hárvörur, svo sem eitthvað með glans

*Peningar

*Alltaf til í flott glos í sterkum litum og glimmer skaðar ekki

*úr

*Eða bara hvað sem ykkur dettur í hug til að gleðja mitt unga hjarta:)

Sé ykkur svo bara á föstudaginn eða þið mig, verð vitanlega í sjónvarpinu;)