þriðjudagur, maí 27, 2003

Ég er svo latur bloggari. Hvernig á maður líka að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut í próftíð? Próftíð hjá venjulegu fólki samanstendur af, helling af nammi, öðru ruslfæði og góðu rúmi. Því miður hef ég ekki verið nógu dugleg við að liggja í mínu góða rúmi né troða mig út af óhullustu í þessari próftíð. Sem gerir það að verkum að hún er vonlaus. Stelpur það er megavika hjá Dominos, eigum við að fá okkur pitsu? Hildigunnur hefur einbeitt sér að því að rækta líkama sinn til þess að eiga betri möguleika á háum einkunnum. Er það venja hennar í próftíð að bjóða kennurum líkama sinn í von um að sleppa við að leggja eitthvað á sig.
Sorglega kona.
Inga er komin hem, heil á húfi. Mér finnst það vel sloppið miðað við allan þennan tíma í borg spillingarinnar.
Lilja litla átti afmæli á sunnudaginn. Hún þurfti að eyða deginum í að læra. Lugure þú ert hetja og ég bæti þér þetta upp síðar.
Ætli maður verði ekki að fara að læra, eða athuga hvort Hrönn nennir í sund..

Ég er svo latur bloggari. Hvernig á maður líka að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut í próftíð? Próftíð hjá venjulegu fólki samanstendur af, helling af nammi, öðru ruslfæði og góðu rúmi. Því miður hef ég ekki verið nógu dugleg við að liggja í mínu góða rúmi né troða mig út af óhullustu í þessari próftíð. Sem gerir það að verkum að hún er vonlaus. Stelpur það er megavika hjá Dominos, eigum við að fá okkur pitsu? Hildigunnur hefur einbeitt sér að því að rækta líkama sinn til þess að eiga betri möguleika á háum einkunnum. Er það venja hennar í próftíð að bjóða kennurum líkama sinn í von um að sleppa við að leggja eitthvað á sig.
Sorglega kona.
Inga er komin hem, heil á húfi. Mér finnst það vel sloppið miðað við allan þennan tíma í borg spillingarinnar.
Lilja litla átti afmæli á sunnudaginn. Hún þurfti að eyða deginum í að læra. Lugure þú ert hetja og ég bæti þér þetta upp síðar.
Ætli maður verði ekki að fara að læra, eða athuga hvort Hrönn nennir í sund..

miðvikudagur, maí 21, 2003

Þessa stundina er ég afskaplega svöng en það er ekkert til að borða á heimili mínu. Foreldrar nútímans vinna of mikið, þeir eru það uppteknir að þeir hafa ekki einu sinni tíma til að gefa svöngum afkvæmum sínum að borða. Sorglegt. Nú er eiginlega bara einn dagur eftir af skólanum fyrir utan prófin auðvitað. Ég get ekki beðið eftir að komast í sumarfrí, ef frí skyldi kalla. Það er ekki eins og maður byrji ekki að vinna daginn eftir prófin. Eða haldi áfram öllu heldur. Eftir sumarið verð ég líklega orðin svo forheimsk af því að vinna á kassa allan daginn að ég verð rekin úr skólanum með skömm. Það er svo erfitt að vera ungt fólk í dag.

Í gær vorum við Lilja að gera fyrirlestur í íslensku um höfundinn Diddu. Þótti okkur hún æði klámfengin og ekki laust við að sakleysi okkar hafi verið ógnað, þvílíkar voru skriftir þessarar konu.
Um kvöldið komu svo Hildigunnur og Brynja í heimsókn til að hressa mig við og kíkja í fataskápinn minn. Eitthvað fundu þær nú þar, ekkert skil ég nú í því. Brynja sýndi mér með stolti pils sem hún hafði verið að ljúka við að sauma. Í öngum mínum stóð ég og vissi ekkert hvað ég átti að segja því þetta var það ljótasta sem ég hef séð. Pilsið var framsóknargrænt, náði ekki niður á mið læri, skakkt og eh, ekkert afskaplega vel saumað (Sorrí Brynja, ekki þín sterkasta hlið) Er ég hafði staðið gapandi um stund útskýrði Brynja fyrir mér að þetta væri fyrir klappstýruhlutverkið hennar þegar hún færi að dimmitera. Mér létti mjög og gat létt á hjarta mínu, eftir að hafa úthúðað pilsinu dágóða stund og ýmsu öðru í leiðinni lá leið okkar á Amour en þangað hafði ég ekki komið í heila viku. Það var vitnalega hin mesta skemmtun en við Hildí erum víst að fara í sund þannig að ég fer ekki nánar út í það.

föstudagur, maí 16, 2003

Alveg gæti ég sofnað núna. Var að vinna til tæplega tvö í nótt. Vissulega var gaman að losna aðeins frá kassanum og fara að gera eitthvað annað, en það var afskaplega langt frá því að vera gaman að vakna í morgun. Þessa stundina er ég í stjórnmálafræði að vonast til að komast upp með að gera ekki neitt, sökum þess að ég er þegar búin með tvö vekefni.
ég er ansi hrædd um að við Hildí séum að breytast í bloggara dauðans en við því er ekkert að gera þegar prófin eru svona nálægt. Einnig er ekki hægt að ætlast til að ég sé jákvæð þar sem mér leiðist svo í skólanum án Ingu minnar, snökt. Talandi um Ingu þá ætla ég að skrifa henni póst núna.

þriðjudagur, maí 13, 2003

Ég skammast mín fyrir að búa í Framsóknarbænum Akureyri. Úrslit kosningana voru martröð. Þetta byrjaði allt þegar saklaus Menntaskólaneminn gekk til Alþingiskosninga í fyrsta skipti með föður sínum. Ég var ekki fyrr komin að dyrunum en ég var stoppuð af laganna vörðum. Þeir voru tveir og mjög ákveðnir er þeir báðu mig vinsamlegast að fjarlæga allan kosningaáróður. Ég greip skelfingu lostin um brjóst mér og áttaði mig á því að þar blasti við X U nælan mín sem var orðin samangróin mér. Með sorg í hjarta fjarlægði ég hana og gat þá gengið inn á kjörstað og gert skyldu mína. Þegar út var komið var ég ekki sein á mér að festa næluna á mig aftur og leit sigri hrósandi í áttina til varða laganna. Faðir minn gekk hröðum skrefum í burtu og sagði mér síðar að hann hefði óttast að ég yrði handtekin á staðnum. Til þess kom nú ekki. En sá gamli var ansi nærri því að fá hjartaáfall er ég tilkynnti honum að ég væri að fara aftur á kjörstað í þetta skipti með vini mínum sem átti eftir að kjósa. Seinni ferðin gekk reyndar áfallalaust fyrir sig og spennan fyrir kvöldinu var tekin að magnast.
Ég sé mér varla fært að tjá mig um úrslit þessara kosninga. T.d má nefna það að þónokkur atkvæði féllu Framsóknarflokknum í vil innan míns bekkjar. Þessar alveg hreint ágætu bekkjarsystur mínar virtust ekki gera sér grein fyrir að með því að kjósa litlu ljóskuna í grænu skónum voru þær að kjósa Valgerði Sverrisdóttur, flokkinn sjálfan og stuðla að því að núverandi ríkisstjórn héldi velli,. Nei, þessar elskur gengu um með X B nælurnar sínar og hugsjónir um að koma ljóskunni sinni á þing. Og það tókst nú, og gott betur en það því strákgemlingurinn í fjórða sætinu fylgdi með. Það eina góða var að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði töluverðu fylgi sem er afskaplega gleðilegt en þeir hefðu mátt tapa mun meira. Ég get ekki annað en hneykslast á fólki sem talar gegn stríðinu af miklum móð, er á móti Kárahnjúkavirkjun og kýs svo flokkana sem er fylgjandi. Hvað er málið með þessa þjóð. Nánast öll þjóðin á móti stríðinu og því hefði hún átt að kjósa flokkinn sem var á móti því, eina flokkinn sem lýsti því yfir að stríð væru aldrei réttlætanleg en nei, kjósum Dabba og Halldór. Ég get þó huggað mig við það að ég hef ekkert til að skammast mín fyrir.

miðvikudagur, maí 07, 2003

Þvílíkur dagur. Hvorki Inga né Hildigunnur í skólanum. Það er eins gott að Lilja mætti annars hefði ég ekki þolað við. Dagurinn byrjaði reyndar mjög illa þar sem klukkan breyttist í 8:16 um leið og ég kom móð og másandi inn í stofuna. En fröken miskunnarlaus.is glotti illþyrmislega og naut þess í botn að gefa mér skróp. Dagurinn hennar byjaði semsagt afar vel. Ég hugsaði um að fara út úr tímanum en nennti því eiginlega ekki. Ég er greinilega eitthvað slöpp. Síðan sat ég þarna í tvo tíma, ein. Algjörlega ein þar sem Eygló fór heim í seinni tímanum. Eftir þessa bitru lífsreynslu fór ég heim í eyðu og horfði á síðasta hlutann af Rose Red og varð nánast fyrir vonbrigðum. Ekki nógu spennandi endalok fannst mér og feiti nöldurseggurinn Emery átti svo sannarlega að deyja.

Í gærkvöldi horfðum við stelpurnar á myndina Lilya 4 ever. Engin okkar var heil eftir það. Þetta var góð mynd en alveg skelfileg. Mæli með henni ef ykkur langar að gráta og líða illa.
Brynja hinsvegar gerði kvöldið skemmtilegt, þessi elska, með því að kynna fyrir okkur nýjustu uppfinninguna sína sem var kúlúsúkk bleytt í kóki. Náttúrufræðibrautarneminn okkar hefur greinilega farið í of marga tíma hjá Brynjólfi. Hún vildi meina að með þessu væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi, maður þyrfti ekki að drekka kók með kúlusúkkinu. Útkoman var hinsvegar viðbjóðslegt, kóksósa kúlusúkk en við átum það samt.
Annað sem glæddi kvöldið lífi voru fréttir af tónlistarhæfileikum glímukóngsins. En stelpurnar sýndu mér með stolti textann sem þær höfðu skrifað niður. Mjúkt og hart og svo framvegis..

Þarf víst að fara gera verkefnið í fjölmiðlafræði um Bachelorette. Við Hill og Arna vonandi erum að fara að horfa á tvo þætti.Stundum getur skólinn verið svo ágætur. Annars er ég búin að fá nokkur tilboð í ömmu. En ég tek ennþá við tilboðum. Bara að hringja í mig. Hún verður seld hæstbjóðanda. Einfalt. Er við símann núna.

þriðjudagur, maí 06, 2003

Þá þarf maður að skrifa aftur sem er ekki gaman og ég er meira að segja á leið í vinnuna. Allavega. Dagbókin mín er komin í fínt lag og ég hélt bloggið líka en það er enn eitthvað að stríða mér.
Í dag fór ég með stjórnmálafræðibekknum í heimsókn til allra flokka fyrir utan Nýtt afl og Sjálfstæðisflokkinn. Ég fagnaði því auðvitað en þau fagnaðarlæti urðu ekki lengi er ég frétti að það kæmi maður frá Sjálfstæðisflokknum í næsta stjótíma og talar í heilan tíma. Hann skal fá það óþvegið.
Ég fór með x U næluna mína í allar þessar heimsóknir og glotti við tönn;) Hildigunnur var nánast hrokkin upp af í heimsókn okkar til Framsóknarflokksins og Emmi spurði alla flokkana út í sjávarútvegsstefnu þeirra.
Annars er þetta sorgardagur, hún Inga er farin suður og ég þarf að vera ein næstu vikurnar í grútleiðinlegum þýskutímum og fáránlegum frönskutímum og það endar líklega á því að ég missi vitið. Þá verð ég svo lögð inn á sjúkrahús fyrir geðfatlaða einstaklinga með ömmu kleinudrengsins.

Talandi um ömmur, ég á buxur sem þarf að gera við, amma ef þú hefur tíma:) Já hún amma mín er merkileg kona. Hún gerir allt það sem venjulegar ömmur gera s.s. prjóna, sauma, baka og elda auk þess sem hún kann á tölvur (Sem er líklega ástæða þess að ég reyni að gæta orða minna á þessari síðu. Svona yfirleitt) Þessa stundina er amma að læra ítölsku í sjálfsnámi, geri aðrir betur. Undir venjulegum kringumstæðum væri ég ekki tilbúin að gefa neinum hlutdeild í ömmu minni en ég er mjög blönk um þessar mundir svo hún er föl fyrir dágóða fúlgu.

Nei!!! Ég var að blogga heilan helling en það er horfið.