þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ætli ég verði ekki að hefjast handa við að rita niður það sem á daga mína hefur drifið sökum þrýstings frá stelpunum. Hill hefur gengið svo langt að hóta því að svipta mig bloggréttindum mér til mikkillar skelfingar.
En ég verð að byrja á því að tilkynna að hlustun á útvarpsstöðina Rás 1 hefur hinar verstu afleiðingar. Þannig var mál með vexti að ég og Hildí þurftum að hlusta á þátt á rás 1 vegna verkefnis í fjölmiðlafræði. Við völdum okkur þáttinn Laufskálann sem var þrautleiðinlegur þáttur í umsjón Þóru nokkurrar Þórarinsdóttur. Eftir þáttinn komu einkennin berlega í ljós, við Hildigunnur fórum að haga okkur eins og gamlar kellingar sem hnýsast í einkalíf náungans. Það er við fórum í þjóðskrána til að komast að aldri þáttastjórnandns og viðmælandans sem hét Sigurður Helgason og var lífeðlisfræðingur. Okkur til skelfingar var Þóra ekki nema rúmlega fertug, hún hljómaði svo þurrkuntulega að við giskuðum á setugt. Svo kom í ljós að Þóra var gift landslagsarkitekt og átti þrjú börn sem vakti mikla hrifningu hjá okkur. Áfram Þóra. Sigurður hinsvegar var komin yfir sextugt og bjó hann með 2. kellum á sama aldri. Sigurður vakti athygli okkar því maðurinn sérhæfði sig í sálfræði og atferli fiska.
Af þessu sést að ég er algjörlega búin að missa vitið og ráðlegg ég fólki að halda sig frá Rás 1.

Því miður er ekkert slúður frá Þýskalandi. Fólk hagaði sér almennt vel en einhverjir duttu vel í það og það mun ekki vera ég. Engin nöfn verða þó nefnd að virðingu við þá sem eiga í hlut.Minnistæðast úr ferðinni er líklega táfýlan, ja eða öllu heldur táfýluveggurinn sem við Lilja gengum á. Við deildum nefninlega klefa í næturlestinni með bekkjarbræðrm okkar og einn þeirra virðist vera einkar hæfileikaríkur í myndun táfýlu. Annars var þessi skipferð stórskemmtileg. Ævar fékk sér súpu dagsins en ætlaði ekki að þora að smakka þegar honum var rétt brúnleitt, þykkt gums. Að lokum píndi hann sig til að bragða á þessu og komst að því að þetta var gúllas í brúnni sósu og það sem hann hélt að væru fljótandi ananasbitar voru í raun kartöflur. Honum létti nú töluvert við þessa uppgötvun en hafði orð á því að þetta væri versta gúllas sem hann hefði smakkað. Spuring hvað var notað í það...
Það var mjög gott veður síðustu dagana í Berlín og mjög góðar búðir. Ég gleymdi líklega að nefna að við vorum borðandi alla ferðina, en hvað getur maður gert þegar maður þarf að smakka 20 nýjar kleinuhringjasortir.

Í dag var fundur með forsvarsmönnum allra stjórnmálaflokkana í kvosinni. Ég hlustaði með stolti á minn mann Steingrím J. Sigfússon sem er afar vel máli farinn. Hann kom með góð rök og var líka meinhæðinn inn á milli á kostnað hinna flokkana og vakti það almennt mikla lukku. Já ég er sannarlega búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Ég hef ekki tjáð mig á síðu þessari í langan tíma. Ástæða: Afspyrnu lélegt heilsufar sem neyddi mig til að liggja í rúminu í heila viku. Það var svo leiðinlegt að ég treysti mér ekki til að blogga. Síðan mín hefði farið á bannlista og hætt við að fólk hefði hreinlega sálast af leiðindum við að lesa um daglegt heilsufar mitt.
Ástæðan fyrir þessum ósköpum var vitanlega óvissuferð sem ég fór í með 50 ástkærum vinnufélögum. Við fórum alveg út úr bænum, alla leiðina í Kjarnaskóg. Þar vorum við síðan úti í fleiri klukkutíma í ratleik sem var einkar leiðinlegur og einna mest leiddist mér sökum þess að hópurinn minn þjáðist af ofneyslu áfengis. Þar af leiðandi var fólk enn tregara en vanalega og lentum við því í næstsíðasta sæti í þessum ágæta leik. Stórskemmtilegt.

Það var svo á sunnudaginn síðasta sem ég hóf að fara aftur út á meðal fólks. Ég og Inga nýttum afmælisgjöfina okkar og fórum á Chicago. Ég skemmti mér alveg æðislega, hló mikið og var mjög ánægð með mitt fólk. Flestir stóðu sig mjög vel, en mér fannst Lilja, Ævar og Haukur standa sig best og gaman að sjá hvað miss Lugure lifði sig inn í hlutverk druslunnar. Til hamingju með frábæra sýningu krakkar mínir:)

Það eru bara sex dagar þangað til ég fer til Þýskalnds. Það verður svo ljúft, eitthvað heyrist mér á bekknum að mennigarlegt sé að stunda stífa bjórdrykkju til að kynna sér hinar mörgu tegundir þýsks bjórs. Ætli maður verði ekki að fylgja fjöldanum að þessu sinni. Óttast ég samt að stelpurnar missi vitið af söknuði einum saman en höfum við lofað þeim nærbuxum að gjöf þegar heim kemur.