mánudagur, febrúar 26, 2007

Hún átti afmææææli í gææær...

Afmælishelgin liðin og ég gæti ekki verið sáttari. Boðið tókst bara vel, var frá þrjú til tíu og 24 gestir heiðruðu mig með nærveru sinni. Ég veit ekki til þess að neinn hafi farið svangur heim en samt er ég að drukkna úr afgöngum. Betra er of mikið en of lítið ekki satt? ;)

Ég fékk margar góðar gjafir og þakka kærlega fyrir mig og þakka öllum fyrir komuna:*

Í gær átti ég svo bara notalegan dag með kallinum sem var mjög gaman. Fórum að skoða handritin í Þjóðmenningarhúsinu og ég fylltist djúpri lotningu. Mikil upplifun fyrir mig:) Svo tókum við smá rúnt út úr bænum en við mælum ekki með Draugasetrinu á Stokkseyri, það var samt fínt að komast aðeins út úr borginni.
Enduðum daginn á að fara út að borða og komum södd og sæl heim.

Það er svo gaman að eiga afmæli:)

Hvað ég varð gömul? 22 ef ég man rétt...

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Jei, afmælið nálgast og þar með afmæliskaffiboðið sem verður á laugardaginn. Húsið opnar kl 3 og verður opið eitthvað fram á kvöld, allavega til 9. Hlakka heilmikið til að sjá ykkur öll og vona að veitingarnar verði ætar:)

föstudagur, febrúar 16, 2007

Piff, reyndi svona fjórum sinnum að blogga eftir síðustu helgi en aldrei gekk það. Skrifaði langa færslu um Söguhitting, Salka var í bænum:) og lét fylgja mjög skemmtilegar myndir úr Sögupartý. Því miður fá lesendur aldrei að lesa þetta.

Helgin verður góð, júróafmælishittingur hjá Ingu á laugardagskvöldið og svo á hún afmæli daginn eftir. Þá er líka konudagur, er spennt að sjá hvort minn maður muni eftir því...

Áfram að íslenskunördahætti. Við vorum að gera verkefni um nýyrði í beygingar- og orðmyndunarfræði og af því tilefni samdi Álfhildur mjög skemmtilega sögu sem hún birti á blogginu sínu. Hún leyfði mér af góðmennsku sinni að birta hana hér og ykkar verkefni er að giska á hvað feitletruðu orðin þýða. Have fun:)

Einu sinni var hellisveinn sem vann á skemmtistað Reykjavíkur, mikil sporunargleði hafði verið þar um kvöldið. Hann átti ekkert akald og þurfti því að ganga heim eftir erfiðan vinnudag. Hann gat þó haft gott viterni því ekki var hann að eyða ósonlaginu eins og allir hinir. Einn dag þegar hellisveinninn var á leið sinni heim ákvað hann að koma við í sjoppu því hann hafði mikla sætungsþörf eftir erfiða nótt á vaktinni. Það var svo mikið af eyrjálkum búið að reyna að sálskola hann um hina ýmsu hluti. Á leiðinni varð hann alveg brjálæðislega pirraður og gólaði eins og bjarnapi á rákafák því sjoppan var lokuð og hann varð því að sætta sig við að kaupa sér fituperu í hleifranninu... Ekki gott til að toppa kvöldið en þegar hann var búin með fituperuna labbaði hann af stað, féll fram af byggingu en varð fyrir þeirri bænsælingu Verblaka sjálfur bjargaði honum. Þegar heim kom var hellisveinninn alveg lurkum lamaður, settist í klósettið en sturlaðist svo loks þegar hann fattaði að klósettbleðmið var búið!!!

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ó nei, ó nei. Næst þegar ég blogga verð ég að skipta yfir á einhvern google account, ég þoli ekki svona tæknivesen. Síðan fer örruglega öll í rugl, kannski maður hafi samband við Ástu.. Sakleysislegt blístur...

Annars hef ég ekki frá neinu merkilegu að segja. Er búin að vera slöpp síðustu tvo daga, óþolandi hálsbólga og ennisholuvesen eitthvað. Get ekkert gert nema lesið í Íslenskri bókmenntasögu, nema hvað. Af umræðum á moodle er það helst að frétta að ekkert hefur verið talað um innskeyti og viðskeyti í langan tíma sem betur fer. Geðheilsa mín þolir ekki meira, það er sem sagt punktur sem átti ekki við mig. Núna eru heitar umræður um hvort sé erfiðara að vera staðarnemi eða fjarnemi og allt að verða vitlaust. Allavega skemmtilegra en námsefnið.

Jáms svo líður að afmælum, fyrst Inga svo ég og svo Bára, allar með viku millibili. Ég er að hugsa um að halda bara gamaldags afmæliskaffi þetta árið. Safna kröftum fyrir stórafmælið næsta ári, er það ekki Inga? Óskalisti, argh ég veit ekki.

*Mig langar til útlanda, í utanlandsferð, út fyrir landsteinana, út og suður og allt um kring. Ætlast ég til að fá slíka ferð? Að sjálfsögðu ekki!
*Mig langar í Íslenskt mál, bara 19.900.. Held ekki.
*Mig langar í ilmvatn og svo er alveg komin tími á gloss held ég.
*Mig langar til miðils, ekki Þórhalls samt.
*Ég er svo agalega hvít, langar í gott brúnkukrem eða jafnvel stelast í nokkra ljósatíma.
*Mig langar í stúdentasundkort úr bóksölunni sem gildir fram á sumar. Dettur ekkert fleira í hug að svo stöddu. Ath að þessi óskalisti var sérstaklega settur fram af beiðni föður míns.

Fyrst ég er að tala um afmæli má alveg nefna að ég er búin að vera trúlofuð í þrjú ár í dag:) Stóri Simon myndi fórna höndum ef hann vissi það, hann er svo hneykslaður á Íslendingum. Hann telur af og frá að bíða með giftingu. Var alltaf að reyna að fá mig til að drífa í þessu meðan ég var úti í Edinborg. Sorry Simon, I am not getting married this year either:)