mánudagur, mars 27, 2006

í dag er mikill gleðidagur fyrir alla menningarlega Íslendinga. Ég er alveg sérstaklega menningarlegur Íslendingur og er þess vegna alveg sérstaklega glöð. Til að gera stutta sögu langa (hehe) þá hringdi síminn minn í dag. Ég svaraði ekki enda stödd í vinnunni og heyrði ekki í símanum. Sá sem hringdi var enginn annar en Ævar og var hann svo almennilegur að skilja eftir skilaboð í talhólfi mínu. Ég hlustaði svo á þau þegar ég var að búa mig heim úr vinnunni og æpti upp yfir mig af gleði og hoppaði líka. Strákurinn kominn inn í LHÍ. Ég samgleðst honum svo innilega.

Það er annars allt að gerast í heimi menningar og lista. Ég sjálf er komin í leikklúbbinn Sögu og mætti á mína fyrstu æfingu í dag. Erum að vísu ekki búin að ákveða hvað við setjum upp en það kemur allt í ljós. Ég er bara mjög ánægð að vera komin aftur leiklistina og geta farið að næra mitt andlega sjálf.

Algjört met í marsmánuði, hef farið tvisvar út að djamma. Annað skiptið fyrir sunnan, (frábær ferð) og hitt skiptið var núna um helgina. Við Styrmir buðum til okkar nokkrum útvöldum og voru Hildigunnur og Kalli þar á meðal. Var kvöldið ansi gott og ég endaði á að fara niður í bæ með félögum Styrmis þar sem ekki voru aðrir fáanlegir út í nóttina. Kalli kom reyndar með okkur en ég sá hann ekki aftur fyrr en í lok kvöldsins. Fórum á Kaffi Akureyri og það var ótrúlega gaman, bara dansað frá sér allt vit. Áttaði mig reyndar á því daginn eftir að Kalli ráfaði í kolvitlausa átt þegar hann ætlaði að labba heim. Vona að hann hafi skilað sér Hildigunnur mín?
Kalli átt svo setningu kvöldsins, Karl, sármóðgaður "Ég er ekki fæddur '86 heldur '76.." Við Hill hlógum allavega eins og uh, gáfumenni.

Hún amma litla verður sextug á morgun, finnst eins og það hafi verið í gær sem ég gerði kórónuna handa henni þegar hún varð 43. Oh jæja....

þriðjudagur, mars 07, 2006

Loksins, ég fór í vinnuna í dag. Reyndar bara hálfan dag til að byrja með, en á morgun fer ég heilan dag. Það var svo yndislegt að sjá börnin aftur. Þau hópuðust öll í kringum mig og ég þurfti að knúsa þau öll 24 og það oftar en einu sinni. Gott að ég er með stóran faðm, samt svolítið erfitt þar sem þau vildu öll komast að í einu. Síðan eyddu þessar elskur deginum í að segja mér hvað ég væri góð og falleg og hvað þau elskuðu mig mikið:) Hvíldarstundin varð svo að knúsustund. Börn eru yndislegust. P.S. Það var reyndar líka gaman að hitta starfsfólkið.

Í fréttum er þetta helst, ég kem til Reykjavíkur um helgina, þið megið byrja að hlakka til:)
Og Hildigunnur, til hamingju með afmælið, bara orðin 22. ára, eldri en ég. Veit ekki hvort þú fékkst sms-ið frá mér svo ég óska þér bara til hamingju aftur elskan:*

föstudagur, mars 03, 2006

Það er alveg sama hljóðið í mér og síðastþegar ég skrifaði en ég hef ákveðið að reyna að ýta eymd minni til hliðar.
Byrjum á helginni, hún tókst bara vel, var með boð bæði laugardag og sunnudag. Foreldrarnir, Si og amma + afi komu á laugardeginum og tengdó á sunnudeginum. Varð engum meint af heimabakkelsinu. Ég fékk margar og góðar gjafir, ótrúlega margar miðað við að égvarð 21. árs sem þykir ekki merkilegt hér á landi. Fékk líka ótalmörg sms og hringingar, takk allir. Það er gott að eiga góða að:* Í gær var samt allt toppað. í póstkassanum var kort frá Kjartani mínum, æðislegar teikningar og svo skrifaði hann Auður sjálfur. Yndislegur.


Hef aðeins verið að horfa á Skjáinn. Fengum hann ókeypis í einn mánuð og það er afskaplega lítið af áhugaverðum stöðvum. Ég horfi mest á teiknimyndirnar. Svo leigðum við Þórunn okkur mynd þar um daginn, Jane Eyre. Algjör hörmung, eins og bókin er nú góð. Næst ætlum við að leigja okkur Vera Drake. Eins og glöggir Potter aðdáendur vita er búið að ráða aðalleikkonuna í þeirri mynd, Imeldu Staunton, til að leika í mynd númer 5. Staunton leikur uppáhald okkar allra, Dolores Umbridge.

Af mér er ekkert gott að frétta, allt við það sama og ekkert að skána. Mimmi fór á bókasafnið fyrir mig í gær og tók Mýrina sem hljóðbók. Það hefur bjargað miklu, því ég á erfitt með að beita augunum mjög lengi í einu.
Að lokum langar mig að biðja Línu afsökunar að hafa ekki minnst á hennar hlut í kokteilboðinu góða á dögunum. Betra seint en aldrei. Hefði mátt vita að þú ættir hlut í máli Lína mín enda röggsemin uppmáluð. Vinir?:)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Er þetta hægt? Þetta er í fjórða skipti sem ég verð veik síðan 31. janúar og dagarnir inn á milli sem ég hef verið frísk eru örfáir. Og þessi veikindi sem eru að hrjá mig núna eru þau allra verstu hingað til. Fór til læknis í gær sem sagði að ég væri með mjög slæma sýkingu í andlitinu, þ.e. ennisholunum og því. Meira að segja að þetta sé komið út í beinin. Hann gaf mér sýklalyf og sterk verkjalyf og ég get ekkert gert nema legið í rúminu með kaldan bakstur á andlitinu og kveinkað mér. Inn á milli, þegar verk,jalyfin eru farin að virka get ég aðeins horft á sjónvarp eða gónt á töluskjá eins og ég er að gera núna. Svo er þetta líka í tönnunum, hélt ég væri komin með tannpínu ofan á allt saman en þetta er þessi sýking. Læknirinn var svo elskulegur að enda á að tilkynna mér að bati væri ekki væntanlegur fyrr en eftir 10 daga. Ég mun semsagt endanlega missa vitið! Ég geri mér grein fyrir að það eru margir sem hafa það verra en ég. Engu að síður laumast smá sjálfsvorkunn að. Mér finnst ég til dæmis missa af öllu. Tökum bara síðasta árið sem dæmi, ég missti meðal annars af:
*Sýningu í leiklistarskólanum mínum sem ég var búin að æfa fyrir í nokkra mánuði
*Reunioninu á 16. júní
*Hlutverki í stuttmynd
*Að vera með í leikriti á einni stærstu hátíð í heimi.
*Að halda upp á afmælið mitt með Ingu.
*Nú mun ég missa af því að upplifa öskudaginn með krökkunum í leikskólanum sem mér finnst mjög leiðinlegt.

Alveg er ég viss um að amma Auður myndi segja mér að hugsa jákvætt og einbeita mér frekar af öllu sem ég hef gert. Í stað þess að velta mér upp úr því sem ég hef misst af, en hún er hinum megin á hnettinum. Þegar neyðin er stærst... Ég var viss um að ég myndi ekki skrifa neitt jákvætt að þessu sinni. En þá droppaði hann Ævar inn með afmælisgjöf í þokkabót. Ég var ekkert smá glöð og hissa, aulin ég hélt hann hefði gleymt afmælinu mínu. Í pakkanum var bæði bók og leikrit sem ég hlakka til að lesa. Geri það um leið og verkirnir fara að minnka. Ég lofa að skrifa eitthvað jákvætt næst. Þá skal ég þakka betur fyrir allar afmæliskveðjurnar og gjafirnar.

P.S. Ef ykkur leiðist þá er ég heima, alltaf, síminn opinn... P.P.S. Þetta var skrifað í gær, 28. feb., en síðan virkaði ekki þá.