fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er ég að koma heim. Já það er ekki nema hálfur sólahringur þar til ég verð á Íslandinu góða og ég er komin til að vera.
Síðustu dagar hafa verið annasamir hér í borg. Ég hef þurft að fara út um allt og kveðja alla sem hefur verið mjög erfitt:( Sérstaklega öll yndislegu börnin mín. En svona er lífið, ekkert nema heilsast og kveðjast segir máltækið. Og heilsast, það er það sem ég hef hugsað mér að gera næstu daga. Ég hlakka svo til að sjá ykkur öll, get ekki beðið. Það verður undarlegt að koma aftur. Geta drukkið vatnið úr krananum, eyða meiri tíma en nokkrum dögum í senn með kærastanum í fyrsta skipti í ár. Geta skroppið í heimsókn til ömmu, borðað íslenskan mat og nammi. Eiga ættingja á hverju strái, seisei já yndislegt:)

Ég hef verið upptekin flest kvöld, hef verið að hitta fólk úr skólanum, fór til dæmis með Pammie í bíó og svo gaf hún mér kveðjugjöf, þótti mjög vænt um það en kom mjög á óvart. Við ætlum að halda sambandi og ég vona að úr því verði, ég verð að kom hingað í heimsókn sem fyrst.
Í gærkvöldi skruppum við Richard til Newcastle, fengum bestu sæti í heimi, beint fyrir aftan markið, mjög framarlega og það var í það mark sem Newcastle skoraði 1-0. Frábært, ólýsanleg tilfinning en ég mun ekki tala um hvað gerðist svo.
Í kvöld fórum við út að borða, ég, Habbý, Ingibjörg og Kjartan. Mjög skemmtilegur staður með útsýni yfir borgina. Habbý gaf mér æðislegt teppi í kveðjugjöf, hún sagði að ég væri mesta teppakona sem hún þekkti, (kannski afþví að í allan vetur gekk ég um í teppi) kemur þetta sér vel í íbúðina. Kjartan gaf mér svo frábæra mynd eftir sjálfan sig, þar sjást ég og Styrmir og Styrmir er að gefa mér blóm, allt í kring eru fiðrildi:) Fékk líka mynd af Kjartani og eyrnalokka.
Já er að fara og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, held samt ég kjósi fyrri kostinn. Það verður frábært að sjá ykkur sem flest á laugardaginn í teitinu ógurlega og auðvitað ykkur hin líka sem fyrst, hvort sem þið heitið fjölskylda eða vinir. Er einhver spenntur að sjá mig..?