fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Þessa dagana er ég að undirbúa veislu eins og svo algengt er á þessum árstíma. Í fyrra stóðum við Inga í ströngu og vorum meðal annars með fleiri tugi af vodkahlaupsnuddum. Nú er öldin önnur og í þessari veislu verður sannarlega ekki bleytt upp í snuðunum með vodka. Að þessu sinni er það ekki afmælið mitt sem ég er að undirbúa heldur nafngift dótturinnar.
Að mörgu er að huga en svo heppin erum við að góðar ömmur og langamma leggja sannarlega sitt af mörkum við baksturinn.

Ætla að setja inn smá óskalista fyrir ykkur sem hafið hug á að gefa nafngiftargjöf

*Manduca burðarpoki http://pokadyr.123.is/page/19026/ eða peningur upp í hann. Þessi er efstur á listanum hjá okkur báðum, enda daman aðeins farin að síga í.

*Ferðarúm (eitthvað í þessum dúr) http://rumfatalagerinn.is/rl/vefverslun/?ew_877_cat_id=18233&ew_877_p_id=22626447&product_category_id=86459

*Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða (bók)

*Draumalandið (bók, ekki eftir Andra Snæ heldur um svefn ungbarna)

*Vísnabókin (þessi klassíska)

*Skartgripur, armband eða hálsmen (jafnvel til að grafa nafnið í)

*Bleyjufata

*Föt í stærð 62, 2-4 mán, 3-6 mán, þar á meðal síðerma samfellur

*Hettuhandklæði

*Sænguverasett 70x100 (67x100)

*Rammi sem hægt er að grafa í stærð og þyngd

*Sætt barnaalbúm

*Einhverjar skemmtilegar myndir á veggi, t.d. sem hægt er að hengja upp með kennaratyggjói fyrir ofan skiptiborðið

*Inneign í barnavörubúð

*Peningar inn á framtíðarreikning (sem við ætlum að stofna fyrir hana þegar nafnið er komið)

Bara nokkrar hugmyndir fyrir ykkur sem eruð í þessum hugleiðingum :)