miðvikudagur, janúar 28, 2009



Hér má sjá litlu dömuna á leikteppinu í fyrsta skipti, við ætluðum reyndar að ná brosi en það tókst ekki í þetta skiptið.

Allt gott að frétta, mótmælin skiluðu árangri þrátt fyrir að við höfum ekki tekið þátt í þeim, höfum haft um annað að hugsa. Nóg að gera í blessuðum skólanum og svo þarf víst að kaupa skólabækur sem eru ekki gefins þetta árið.

Á sunnudagskvöldið vorum við boðin í mat til Ingu og Jóns í hangikjöt hvorki meira né minna. Mjög mikil sárabót fyrir einhvern sem fékk ekkert reykt um jólin. Krúttið var svo þæg hjá þeim skötuhjúum að ég er viss um að þau halda að það sé ekkert mál að eiga barn ;)

Í gær horfði svo öll fjölskyldan á United bursta WBA 5-0 og vorum við frekar sátt með þetta allt saman. Litla Styrmisdóttir kippti sér reyndar ekki mikið upp við þetta enda var hún alveg viss um að sínir menn myndu hafa þetta :)

Jæja nú er einhver orðin svangur, best að hlýða kallinu.