laugardagur, febrúar 25, 2006

Ég á afmæli í dag:) Ég er 21. árs. Hér eftir hef ég ákveðið að yngjast um eitt ár, allavega næstu 3-4 árin;) Ég er búin að fá góðar gjafir. Frá Svövu, Malenu og Mimma. Svo var að koma blómasending frá Ingu og Brynju. Æðislegt, það er svo gaman að eiga afmæli. Svo er ég búin að fá ansi mörg sms. Á eftir ætla ég að eitra fyrir foreldrum mínum og ömmu og afa, það er, bjóða þeim í kaffi...

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Helgin varð ekkert svo glötuð eftir allt saman. Á laugardagskvöldið fór ég í kokteilpartý í boði Steinunnar, Adda, Kristínar og félaga. Boðið var hið glæsilegasta og kokteilarnir á mjög sanngjörnu verði. Einnig var þjónustan afbragð:) Við horfðum að sjálfsögðu á júróvísjon og virtust menn sáttir við úrslitin.
Ég ákvað svo að vera menningarleg á sunnudagskvöldinu og fór í leikhús ásamt Þórunni, Ævari og Unni. Verkið var Maríubjallan sem er dökkt, rúsneskt verk. Leikararnir stóðu sig sérstaklega vel í flestum tilfellum og var það ljósi punkturinn við sýninguna að mínu mati.

Ég mætti loks til vinnu í þessari viku og var mjög gaman að hitta börnin "mín" aftur. Júróvísjon var aðalmálið hjá krökkunum. Flestir héldu með Silvíu Nótt en sumar stelpurnar með Birgittu. Núna vilja börnin hlusta á júródiskinn alla daga og syngja og dansa með. Mestu aðdáendur Silvíu er strákarnir á elstu deildinni en þeir eru alltaf að þykjast vera Hommi og Nammi. Þeir lifa sig svo inn í leikinn að þeir hysja niður um sig buxurnar til að vera á brókinni eins og þeir...

Jæja, þá eru bara tveir dagar í afmæli og nokkrir dagar síðan fyrsti pakkinn sigldi inn um dyrnar. Hann var frá henni Malenu minni í London og ég kíkti smá. Ég lokaði honum að sjálfsögðu aftur og ákvað að gleyma því sem ég sá svo ég verði aftur hissa á afmælisdaginn. Annars er ég að verða eitthvað slöpp enn og aftur:(
Að lokum, hvað á ég að vera á öskudaginn? Vinn á leikskóla sko:)

föstudagur, febrúar 17, 2006

Það sem ég hef afrekað síðan ég kom heim í ágúst er meðal annars:

*Heimkomupartý

*Flutt inn í litla leiguíbúð í Helgamagrastrætinu.

*Byrjað í Háskólanum á Akureyri í fjölmiðlafræði. Hætt í fjölmiðlafræði eftir aðeins eina viku og skipt yfir í nútímafræði. Hætt í nútímafræði eftir örfáa daga og þar með gefið HA fingurinn.

*Byrjað á leikskólanum Lundarseli í afleysingum.

*Skroppið suður í nokkra daga til að heilsa upp á vini og ættingja.

*Hætt á leikskólanum Lundarseli vegna þess að í boði var full vinna á leikskólanum Pálmholti. Þar er ég á deild sem heitir Máni og er umsjónarkennari fyrir lítinn hóp barna. Það er dásmalegt:)

*Haldið jól og áramót með góðri blöndu af hátíðleika og skemmtun;)

*Farið í heimsókn til Edinborgar og viljað flytja þangað aftur. Yndislegt að hitta alla. Soffía fór með mér og Malena og Johanna komu líka. Oooo það var svo gaman.

*Legið í ömurlegum veikindum allan febrúarmánuð. Það er ótrúlega lítið gaman. Ég missi af því að fara suður og halda upp á afmælið mitt með elsku Ger minni:( Vil bara óska þér, elsku besta Inga mín til hamingju með afmælið á morgun:*

*Næst á döfinni er að láta sér batna og eiga afmæli. Vá, ég er að verða stór!

*Að lokum vil ég þakka Þórunni og Ævari fyrir að vera til, þau eru búin að bjarga lífi mínu í vetur, takk fyrir það.

P.S. Það er ótrúlega sorglegt en öll comment sem hafa verið skrifuð á þessa síðu eru horfin, skil ekki afhverju. Veit það einhver?