fimmtudagur, janúar 30, 2003

Gærdagurinn var hreint ótrúlegur. Það var margföld gleði og gaman þar sem við náðum allar stærðfræðinni. Einkunn mín er nánast til skammar þar sem stefnan var að slefa með fimm, ég hef löngum sagt að ég geti ekki lært stærðfræði, því var áttan sem ég fékk alveg út í hött en það var ekki leiðinlegt. Takk Ásta:)
Það dugði ekkert minna en að familían byði mér út að borða í tilefni dagsins og var stúlkan sem þjónaði til borðs svo indæl að gefa mér ís með jarðaberjum og súkkulaðisósu í eftirmat. Þar sem ég hafði ekki mikla list hámuðu foreldrar mínir ísinn í sig eins og þeim einum er lagið.
Það munaði minnstu að dagurinn í gær yrði ekki eins ánægjulegur og hann varð. Ég horfði á HM og Íslendingar voru næstum búnir að tapa fyrir Pólverjum en sem betur unnum við nú með fjórum mörkum. Þá þurum við "bara" að vinna Spánverjana á eftir til að spá mín rætist sem er eins gott hún geri.
Talandi um HM, maður hafði nú haldið að flestir læsir, sjáandi og heyrandi Íslendingar vissu að það væri heimsmeistaramót í handknattleik en svo er aldeilis ekki. Það hringdi í mig kona í gær frá Abacco til að seggja mér að ég þyrfti að færa nuddtímann sem ég hafði pantað mér. Það varð úr að ég færi í dag í staðinn og spurði ég konuna hvort hún vissi hvenær leikurinn væri, ekki vildi ég koma á þeim tíma. "Leikurinn?" hváði kerla. Það var ekki það versta því hún gekk svo langt að það næsta sem hún sagði var: "Er það KA leikur?" Ég sat á mér í þetta skiptið og ákvað að segja ekki þessari íþróttasinnuðu konu mína meiningu á því liði og minna hana á að það væru tvö íþróttalið hér í bæ. Þess í stað tjáði ég henni blíðlega að það væri HM, konan var engu nær og gafst ég því upp og pantaði tímann bara nógu snemma.

Í dag svaf ég svo til hádegis og fór svo í nuddið. Það var alveg frábært og versti ótti minn reyndist ekki á rökum reistur. Það er að segja að gamall perrakarl myndi nudda mig. Þetta var tvímælalaust jólagjöfin í ár (fyrir utan rúmið) takk Inga mín. Svo fór ég í klippingu sem ég er tiltölulega nýkomin úr, þar var dekrað við mig með allskyns djúpnæringu og hvað þetta nú heitir allt saman og ég er bara sátt við árangurinn. Fyrir utan það að ég skil ekki hvernig ég gat verið að borga 4000 krónur fyrir þetta, þetta er rán og ekkert annað.
Í kvöld ætlum við á djammið, Lugure, Hrönn og Reginn ætla að koma til mín og hún Inga sem er komin frá Reykjavík. Svo er stefnan tekin á Dátann og aldrei að vita nema maður hitti hinar stærðfræðistelpurnar.
En fyrst af öllu, horfa á leikinn.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Jæja þá eru ekki nema nokkrar stundir þar til ég reikna síðustu stærðfræðidæmin í mínu lífi. (Vonandi) Það er líka kominn tími til. Þessir stærðfræðireikningar virðast ekki mjög góðir fyrir heilann. Í dag fór Hanna bekkjarsystir heim í hádeginu og ætlaði að elda sér pasta. Hún var svo úrvinda eftir öll heilabrotin að hún sofnaði á meðan. Því betur er lyktarskynið hennar enn í góðu lagi svo hún vaknaði áður en það kviknaði í húsinu en potturinn er víst nánast ónothæfur.

Á morgun er svo áframhaldandi HM og við í ágætis milliriðli, ég spái okkur í fjögra liða úrslit og það er eins gott að það gangi eftir. Sjáum hvað setur.

mánudagur, janúar 27, 2003

Tveir "frábærir" dagar í röð. Hef ekki gert annað en læra stærðfræði síðustu daga. Í nótt dreymdi mig stórt og illgjarnt x. Ég get ekki beðið eftir að þessu ljúki, tveir dagar í próf og svo búið. Þá er ég að hugsa um að feta í fótspor Hildigunnar vinkonu minnar og banna algjörlega allt sem viðkemur stærðfræði nálægt mér.
Stelpurnar stungu af til Reykjavíkur í gær, ég á því enn eftir að heyra sögurnar af þorrablótinu ógurlega. En mig grunar að þær hafi verið ansi skrautlegar og þá sérstaklega Soffía. En það kemur að því að ég fái minn skammt af skemmtunum. Við stærðfræðistelpurnar ætlum að fagna próflokum almennilega og það á eftir að verða svo gaman hjá okkur.
Ætli það sé ekki best að fara að halla sér ef maður á að nenna að vakna sjö í fyrramálið og læra.

laugardagur, janúar 25, 2003

Það skyldi þó aldrei fara svo að ég byrjaði að blogga. Til að standast kröfur nútímasamfélags er nauðsynlegt að blogga þó er tölvukunnátta mín frekar léleg, mun verri en flestar nútímakonur geta státað af. Það var samt lítið annað að gera fyrir mig í kvöld en blogga þar sem allir eru á fyllerí. Stelpurnar líklega sauðdrukknar á þorrablótinu og Reginn í Sjallanum. Ég var þó dugleg að læra í dag í hinum yndislegu stærðfræðum. Mikið myndi ég banna þetta fag ef ég gæti og sérstaklega stærðfræðikennara. Leiðinlegur þjóðflokkur sem réttast væri að útrýma. Ég ætti kannski að uppfæra þessa hugmynd við Emma, að hans mati er nauðsynlegt að útrýma flestum af þessum menntaköllum