Já ég er í fullu fjöri eftir helgina og enn ekki orðin að mállausum aumingja. Ég stóð mig vel sem ábyrgðarfullur einstaklingur sem vinnur fyrir brauði sínu og hagar sér skynsamlega á allan hátt. Á laugardagskvöldið keyrði ég allt fulla fólkið í Sjallann, það var mjög misskemmtilegt, ég nefni enginn nöfn en þess má geta að enginn dó í þetta skiptið. Stelpurnar eru reyndar frekar tregar að segja mér slúðrið úr Sjallanum en myndirnar tala sínu máli og vil ég benda öllum á að skoða Sjallinn.is. Plan kvöldsins gekk reyndar ekki upp þrátt fyrir að Inga hafi gert allt sem í hennar valdi stóð og kann ég henni mínar bestu þakkir.
Reginn kom í bæinn á föstudaginn að sjálfsögðu til að hitta uppáhalds litlu frænku sína, verður hann í bænum um óákveðinn tíma svo nú er tækifærið stelpur.
Í gærkvöldi fór ég á kvennakvöld. Það var hin ágætasta skemmtun, sérstaklega hló ég hátt og mikið í endann þegar tveir ungir drengir í Slökkviliðsbúningum hófu að svipta sig klæðum. Ég veit ekki hvert Brynja ætlaði svo við stúlkurnar héldum í hana, svona til öryggis. Einnig var mjög skondið að vera þjónað af skólabræðrum sínum berum að ofan og dillandi sér. Ég var komin með tár í augun í enda kvöldsins vegna hláturs.
Krúttlegasti meðlimur fjölskyldu minnar er ellefu ára í dag. Í gær var heimanverkefni hjá honum að skrifa ræðu um sjálfan sig. Í ræðunni sagði hann meðal annars.. "Ég á yndislega systur sem fer með mig á rúntinn á kvöldin og gefur mér nammi." Svona er maður góður já. Því miður fylgir sá böggull barnaafmælum að það þarf að halda upp á þau. Það þýðir að þegar ég kem heim á eftir verður húsið fullt af æpandi krökkum sem eru orðnir ofvirkir af sykurneyslu. Hlakka til..
P.S. Lilja mín þú mátt alveg einoka gestabókina mína, svo framarlega sem þú framfylgir ekki hótun þinni um að hefja þitt eigið blogg þar. En þú skalt ekki koma þínum hugsunum yfir á mig. Ég hef nú aldrei verið það hrifin af drekum;)