Æææ ég ligg hér í alvarlegu hláturskasti. Ástæðan er þessi http://www.ma.is/myndir.asp?Mfl=Jolakaffi04&M=IMG_2428.jpg Þetta er held ég bara mynd ársins.
Það sem er í brennidepli er það að ég kem heim á morgun. Já loksins, loksins. Var að pakka niður áðan og vigtaði svo töskuna. Hún var tæp 25 kíló, ég vona að þeir sleppi mér með það. Jólagjafirnar ykkar eru svo þungar sko. Tók ekki einu sinni mikið af fötum. Nú verð ég bara að láta daginn líða og fara svo í rúmið um 10. Þarf að vakna 4 og taka leigubíl út á flugvöll, já þannig hefst þrettán tíma ferðalagið mitt. Það mætti halda að ég væri að fara til Ameríku. Hef samt lent í því verra, það var þegar við í 3.A. tókum okkur tvo daga í að ferðast frá Íslandi til Þýskalands. Það er margt á sig lagt til að spara aurinn.
Hef nú ekkert bloggað í langan tíma. Það hefur samt ótrúlega lítið markvert gerst. Kjartan var viss um að hann hefði einhvertíman verið með Sæmsa í maganum, eins og hann var í maganum á mömmu sinni. Þegar ég reyndi að leiðrétta hann andvarpaði hann þolinmóður og útskýrði að Sæmsi væri vinur hans. Ég gat ekki annað en samþykkt það. Svo er Kjartan alveg búin að sjá fyrir sér hvernig við komum til Íslands, fyrst er hans flugvél, svo mín og lestina rekur jólasveinninn á sleðanum sínum.
Ég fór ekki í viðtalið um daginn. Það eru nú ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars var ég búin ð læsa mig úti en ég var reyndar búin að ákveða að svara neitandi ef mér yrði boðið hlutverk. Ræddi þetta við Anne kennarann minn ásamt Dönu (sem hann hringdi líka í) og Anne fannst við hafa allt ogf mikið að gera í skólanum til að taka þetta að okkur, þetta væri ekki nógu merkilegt til þess.
Jæja, ætla halda áfram að missa mig hérna. Vil þakka öllum sem spjölluðu við mig á msn í gærkvöldi. Adda og Ævari þó mest því þeir þoldu mig lengst þó ég væri á algjöru flippi:)