Upphitun fyrir föstudagskvöldið hófst á fimmtudagskvöldinu. Þá hittist leikklúbburinn Saga á ný ásamt fræga leikstjóranum þeirra, Denna eða öllu heldur Halldóri í Pressunni...
Veitingarnar voru ekki af verri endanum og má þarna meðal annars sjá skinkuhornin glæsilegu.
Bollan og fleira góðgæti. Oft var bætt á þennan góða pott en svo fór að hann var tómur að lokum. Þarna má einnig sjá glæsikvinnurnar Ingu afmælisbarn og Ástu hina leggjalöngu.
Bjórblaðran var afar vinsæl og lék afmælisbarnið af mikill leikni þrautreyndar bjórdrykkjukonu.Hitt afmælisbarnið er þekkt fyrir að vera dannað og hellti hún sér í glas á meðan Sóla tapaði sér í gleðinni.
Litla systir mín lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og kom og fagnaði með mér. Ákvað að leyfa sætu myndinni að vera með frekar en þeirri ljótu:)
Mig langar að þakka öllum sem komu og skemmtu sér með okkur kærlega fyrir komuna. Einnig þakka ég fyrir allar gjafirnar en þær eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Fjögur gloss, hárvörur, sólarpúður, eyrnalokkar, vínflöskur, páskaegg, heimaprjónað pils, blóm, súkkulaði, jarðaber, bækur freiðivínsglös, mynd, lampi, sæng, vasi, peningar, myndavél og úr hafa nú fengið nýjan eiganda svo eitthvað sé upp talið.
Kvöldið var eitt það skemmtilegasta sem ég hef lifað. Ég á yndislega vini. Söngur Margrétar og ræða Ævars voru frábær skemmtiatriði, eigum við eitthvað að ræða það hvað Ævar er fyndinn? Fæ kannski vídjó af herlegheitunum hjá Ingu og Jóni við tækifæri.
Eittt að lokum.... Ég á afmæli í dag:)
25 ára þann 25. febrúar 2008