miðvikudagur, janúar 31, 2007

Allt að gerast bara. Þorrablót á föstudagskvöldið heima hjá Ingu í góðra vina hópi. Hlakka mikið til:) Ég býst þó ekki við að leggja mér mikið annað til munns en hangikjöt og harðfisk, namminamm. Svo er Þorrablót Mímis á laugardag, spurning hvort maður láti sjá sig og skemmti sér með hinum íslenskunördunum.
Í dag flutti ég minn fyrsta fyrirlestur í Háskóla Íslands, þó ekki einsömul. Gekk það bara ansi vel, þótt ótrúlegt megi virðast hló enginn að norðlenskunni.
Í kvöld ætla ég að hitta hana Soffíu, ætlum meðal annars að bera saman Edinborgarferðirnar okkar en hún er nýlega komin heim.

Þú veist að þú ert íslenskunörd þegar:

*Þú veltir fyrir þér hvort er betra að tala um þágufallssýki eða þágufallshneigð

*Þér finnst Íslensk bókmenntasaga stórskemmtileg lesning.

*Þig dreymir um að komast í snertingu við skinnhandrit.

*Þér finnst brandarinn um þágufallssjúka manninn svo fyndinn að þú hlærð í nokkra daga.

*Þú heitir Álfhildur og finnst gaman að lesa í Orð.

*Þú heitir ekki Álfhildur en finnst samt gaman að lesa í Orð eða öðrum bindum Íslenskrar tungu.

*Þú tekur þátt í umræðum um innskeyti og viðskeyti af áhuga.

*Þú þráir að gerast áskrifandi að Íslensku máli og kaupa allt útgefið efni. Þér finnst 19.900 ekki mjög mikið fyrir það.

*Þér finnst innst inni leiðinlegt að pabbi þinn eigi öll bindin í Íslenskri bókmenntasögu og hafi lánað þér þau. Þig langar helst að eiga þau sjálf/ur.

*Þú talar ekki um að þú sért í íslensku, heldur að þú stundir nám í íslenskum fræðum.

*Þig dreymir um að æða ævinni í að leita að handritum með hjálp vinkonu þinnar Lilju sem er í fornleifafræði.

*Fleiri en eitt ofantaldra atriða á við þig.

Jebbs, ég er óumdeilanlega fallin, íslenskunörd í húð og hár!

laugardagur, janúar 20, 2007






Edinborg 2007
1. Kjartan sæti minn. 2. Richard, ég, Malena og Sigga á Subway. 3-4. Sætastir, Sæmsi og Kjartan. 5. Ég og Malena mín.
Hér kemur einn brandari frá Sæmsa.
S: "What is shivering at the bottom of the ocean?"
A: Eins og venjulega hafði ég ekki hugmynd um svarið. "I don't know."
S: "A nevous wreck" :)

laugardagur, janúar 06, 2007

Eftir um tólf tíma verð ég á Íslandi aftur. Allt búið, engir tveggja hæða strætisvagnar, engin amk 200 ára gömul falleg hús, engir pintar á rúmlega tvö pund og engin Kjartan:( Ásamt ótal mörgu fleira sem ég nenni ekki að telja upp.
Þetta er búið að vera virkilega góð ferð. Náði meira að segja að versla slatta í gær og í dag. Það var mjög gaman að hanga með Malenu, öll ferðin hefur verið einn nostalgíufílingur. Í gær fórum við Malena, Sigga og Richie á Subway. Fínasta kvöld, við Malena töluðum dönsku en þess á milli var okkur hrósað fyrir skoska framburðinn sem varð meira áberandi með hverjum pintinum. Í dag fór ég svo að versla meira, auk þess fórum við Ingibjörg í Sainsburys og ég keypti ýmislegt gott, eins og te og súkkulaði og indverskar sósur. Nú er taskan mín líka örugglega 30 kíló og alveg að springa.

Var rétt í þessu að koma frá því að hitta gamla skólann minn. Það var frábært að sjá þau aftur. Sátum og töluðum klukkutímum saman. Litli Chris er meira að segja að fara að gifta sig í júní.
Ég vildi svo gjarnan vera lengur eins og Habbý bauð en skyldan kallar. Skólinn er að byrja og póstur farinn að streyma frá kennurum sem heimta að maður mæti lesin í fyrstu tímana.
Ég vildi svo gjaranan fá meiri tíma með Kjartani sem gaf mér æðislegt kort áðan. Mynd af honum í skotapilsi og svo skrifaði hann sjálfur inn í það. Ég vildi að ég hefði haft tíma til að heimsækja Bea og Boris. Vildi að ég hefði meiri tíma til að hlusta á brandarana hans Sæmsa. Hér kemur einn góður:
S: Why did the one-armed man cross the road?
A: I akm not sure...
S: To get to the second hand shop!

Ég hlakka samt líka til að koma heim og hitta ykkur öll. Orðið langt síðan, heyrumst.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Hér er frábært að vera. Hef sannarlega ekki setið auðum höndum síðan ég kom. Vaknaði klukkan átta og fór að passa Sæmsa Palla og Helgu, rosalega gaman að sjá þau aftur. Svo virtist sem það væri gagnkvæmt. Um þrjú kom Habbý heim og þá hélt ég á útsölurnar. Keypti ekki mikið í þetta skiptið en gerði samt ansi góð kaup, úlpa og jakki fyrir 27 pund.
Habbý bauð okkur öllum í mat í kvöld, ég svelti ekki beinlínis. Svo gaf hún mér í jólagjöf matreiðslubók með Jamie Oliver svo núna þýðir lítið annað en að bretta upp ermarnar.

Í gærkvöldi fórum við Sigríður au pair á pöbb, í þeim tilgangi að fara að fá okkur pint. Enduðum á að fara á tvo pöbba og pintarnir urðu fjórir, bara betra:)
Á morgun kemur Malena mín, verð reyndar að passa fyrripart dagsins en það er í góðu lagi. Hlakka mikið til að hitta hana. Ég hef nóg að gera við að hitta fólk þar sem margir úr skólanum hafa haft samband, þetta er allt svo gaman.

Sæmsi fékk að gista hjá okkur í dag og strákarnir voru mjög spenntir, ég tók slatta af myndum af þeim. Ekkert smá sætir í alveg eins náttfötum. Þeir eru orðnir svo stórir en Kjartani finnst samt ennþá voða gott að skríða upp í til mín og spjalla um daginn og veginn. Hann hefur ótrúlega gott minni, ég held hann muni nánast allt sem ég hef sagt og gert.
Sæmsi er voða mikið fyrir brandara þessa dagana, ég fékk til dæmis að heyra þennan í dag:
S: What do you say to Van Gogh at Christmas?
A: Hmmm... Merry Christmas?
S: No (Niðurbældur hlátur) Merry Christmas and a happy new EAR!
Algjör snillingur, svo eru þeir farnir að lesa aðeins og skrifa, mjög gaman að fylgjast með þeim.

Ég fékk mjög gott tilboð frá Habbý í dag og veit ekki hvað skal gera. Hún bauð mér að borga fyrir mig breytingu á flugmiðanum, þannig ég kæmi heim fimmtudaginn 18. Lengja dvölina um fjóra daga. Mig langar það mjög en það eru bæði kostir og gallar. T.d peningar og nýja vinnan heima. Ég ætla að hugsa þetta aðeins.

Að lokum: Ég fékk engar einkunnir í dag, eins gott að það komi eitthvað á morgun, get ekki beðið mikið lengur.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ég er komin til Edinborgar og allt er eins og það á að vera. Veðrið er yndislegt, sól, grænt gras og gróður um allt. Kjartan hefur ekki breyst mikið fyrir utan að hafa stækkað og þroskast, hann er alveg jafn yndislegur. Er búin að kynnast aðeins nýju au pairinni Sigríði sem er mjög fín og Ingibjörg hitaði kakó, afskaplega notalegt. Núna er ég að reyna að leggja mig en er of spennt, var að fá fyrstu einkunnina og er í skýjunum:) Vona að framhaldið verði áfram gott. Ég er með íslenska númerið mitt úti, breska virkar ekki lengur.
Farin að leika við Kjartan:)

mánudagur, janúar 01, 2007

Aðeins nokkrir tímar í brottför og ég er afskaplega spennt. Búin að pakka fyrir löngu, vona að ég nái að sofna eitthvað fyrir spenningi. Legg af stað klukkan 5. Ég verð með breska númerið mitt úti (vona að það virki enn) 00447840358100.

Góða ferð ég.