Ég er komin aftur í samband við netheiminn. Já og svo er ég komin í símasamband líka, nýja númerið er 0044 131 4660474. Það er margt búið að gerast á liðinni viku. Þar ber fyrst að nefna þann sorgarviðburð að Johanna yfirgaf okkur. Ég, hún, Eva og Malena fórum út síðasta kvöldið og var mjög erfitt að kveðja hana. Hún stefnir samt að því að koma í heimsókn í sumar og svo ákváðum við að hún og Malena komi í heimsókn til Íslands og ég og Eva til Finnlands. Malena er líklega komin með vinnu hér, svo að hún er örugglega ekki að fara heim strax sem betur fer.
Flutningarnir tókust ágætlega. Reyndar kom flutningabíllinn 2. tímum of snemma svo við Ingibjörg vorum ekki alveg búnar að pakka. Það var því svolítið stress í gangi en þetta tókst þó hjá okkur. Svo var húsgögnum og kössum staflað í nýja húsinu og við fórum til Habbýar. Við vorum öll svo þreytt og það var frábært að fá mat hjá Habbý og sofna svo. Daginn eftir fórum við svo hingað í Glenorchy og mér líður mjög vel hér. Herbergið mitt er æðislegt, arinn og fínheit. Það vantar bara gluggatjöld og fataskáp. Þessa stundina er ég búin að flokka í fötin ofan í buxnakassa of peysukassa, fyrir glugganum er lak. Svo er ég eins og prinsessa með sérbaðherbergi. Það er þvílíkur munaður og líklega það eina í húsinu sem er alveg tilbúið. Á neðri hæðinni er eldhúsið nánast tilbúið en annað ekki. Þetta verður rosalega fínt þegar búið er að setja gólf og mála. Þangað til lifum við í kössum.
Leiklist, já leiklist. Allt að gerast, hann Ævar minn er kominn í 18 manna hópinn í leiklistardeild LHÍ. Á þriðjudaginn fáum við svo að vita hvort eitthvað réttlæti sé í þessum heimi og hvort drengurinn komist ekki inn í skólann eins og mig dreymdi. Dreymdi reyndar að hann hefði verið með hæstu einkunn og ég hefði verið æpandi af gleði á götum Edinborgar. Hlakka svo til þegar hann er orðinn frægur og ég get farið að selja Séð og heyrt öll samtölin okkar. Já Ævar minn hvort sem við vorum á vistinni eða Bláu könnunni var ég alltaf með upptökutæki;)
Ég fór í skólann í gær og fyrradag og voru þetta síðustu tímarnir á þessari önn. Sem betur fer var ákveðið að fresta aftur sýningunni okkar. Eigum að fara með monalogana á sviði og bjóða áhorfendum. Það verður ekki fyrr en 14. mái svo við höfum nægan tíma til að vinna í þessu. Ef við hefðum gert það núna hefði það verið álíka misheppnað og ef frumsýningu Sweeney Todd hefði ekki verið frestað. Þeir sem komu að sýningunni vita hvað ég á við.
Til að slíta nýrri ömn fórum við á barinn bæði kvöldin. Á mánudaginn í boði Pam og í gærkvöldi voru það Chris og Mel sem buðu. Reyndar held ég að Mel hafi eitthvað séð eftir drykknum þar sem hann hellti honum yfir mig alla. Það var því ekki seinna vænna að koma sér heim því ég angaði eins og versti róni.
Það verður partý hjá okkur leiklistarpakki þann 26. mars og þemað er að vera persóna í kvikmynd. Ég vil endilega fá hugmyndir þar sem ég veit ekki hvað ég á að vera. Er búin að fá þrjár, þær eru; Pocahontas, Arven úr Lord of the rings og Lea prinsessa úr Star wars. Þar sem Styrmir verður hérna þegar partýið er þá þarf hann að vera eitthvað líka. Pam kom með hugmynd, Tarzan. Ég hélt ég ætlaði aldrei að hætta að hlæja, nei takk!
Já það eru bara tveir dagar að hann Mimmi komi í heimsókn og eru ýmsir á heimilinu orðnir spenntir. Nefni engin nöfn. En þó að hann Kjartan sé að fara yfir um af spennu og gleði þá vill hann samt vera viss á sinni stöðu. Við vorum hjá Sæmsa í gær þegar Kjartan lagði skyndilega handlegginn yfir öxlina á mér og sagði mannalega: "Sæmsi, you know that I am Auður's boyfriend as well."