Mikið er ég fegin að vera flutt. Ég mæli ekki með því að flytja þegar maður er komin 8 mánuði á leið og hefði aldrei getað það án hjálpar. Hjálpin var ómetanleg og vil ég þakka öllum kærlega fyrir og þó mest pabba að öðrum ólöstuðum. Held hann hafi varla vitað að hann væri í Reykjavík þessa tvo daga enda fóru þeir alveg í að hjálpa okkur.
Ég slapp við þrifin og burð en tók að mestu sjálf upp úr öllum kössum, erum búin að koma okkur fyrir núna nema okkur vantar gardínur og þá væri nú aldeilis gott að eiga ömmu örlítið nær sér.
Inga fór svo með mig í jólagjafa- og barnadótskaup um daginn og nú er bara lítið eftir. Hefði sennilega komið tómhent heim án Ingu sem hjálpaði mér að muna í hvaða búðir ég ætlaði, vissi hvar bíllinn var og fleira. Er sjálf illa haldin af meðgönguþoku svo takk Inga mín.
Í tilefni þess að það er rétt um mánuður í krílið ætla ég að láta undan þeim sem hafa verið að biðja um óskalista. Hér kemur hann
*Ömmustóll, þeir eru til rándýrir með tónlist og titring en mér nægir alveg góður stóll sem hægt er að stilla bakið á. Væri mjög gott ef hægt væri að festa stöng á hann með leikföngum en ekki nauðsynlegt.
*Leikteppi, helst með áfastri mjúkri leikslá og leikföngum, e-ð í þessum dúr:
*Tripp trapp stóll, með ungbarnaslá og stuðningi fyrir krílið þegar það er að byrja að sitja
*Leikföng (ekki bangsa, krílið á fjóra en engin leikföng)
*Flísföt úr 66° norður
*Burðarsjal, svokallað hringjasling eða hringjasjal, (eða annað einfalt burðarsjal sem má nota frá fæðingu) ætti að fást í einhverjum barnavöruverslunum annars eru nokkrar vefverslanir með þessi sjöl. Skilst að það sé voða gott að eiga þetta frá fæðingu.
*Manduca burðarpoki, þeir eru reyndar uppseldir núna en það má sjá þá hér:
http://www.123.is/pokadyr/page/19026/
Þeir fást ekki í neinum búðum en ég vil alls ekki Baby björn poka, er búin að lesa mér mikið til um þá og þeir eru slæmir fyrir börnin.
*Sólarskyggni á bílinn (ekki með mynd af hundi, sá svoleiðis um daginn)
*Lítinn spegil í bílinn
*Hlýr poki í bílstólinn, t.d. úr flís. ATH að það þurfa samt að vera hendur á honum eða hann hannaður þannig að beltið komist utan um barnið.
*Vantar eitt hettuhandklæði
*Langar í sængurver með bleiku eða bláu í, fer eftir kyni;)
*Föt eru auðvitað vel þegin en ég er ágætlega sett í minnstu stærðunum 50 og 56. Vantar meira í stærri stærðum en sé kannski frekar hvað það er þegar krílið er komið.
Setti þennan lista upp bara vegna þess að það er alltaf verið að spyrja mig hvað vanti. Þetta er fyrir ykkur sem eruð að huga að sængur/nafngiftargjöfum. Mikið af stórum hlutum þarna svo það er um að gera að vera margir saman ef á að fara út í slík ósköp. Annars er það hugurinn sem gildir og það nægir okkur alveg að fá ykkur í heimsókn og krílinu að fá einn koss :)