Þá eru tvö próf af fimm búin og ekki get ég sagt að þau hafi verið ánægjuleg. Bókmenntasöguprófið var munnlegt og auðvitað fékk ég ekki þær spurningar sem ég var best í, gat nú samt alveg svarað flestu. Eftir að hafa farið aftur og aftur yfir það hvernig ég var í munnlega prófinu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég var eins og hálfviti. Myndi ekki vilja sjá upptöku af þessu, ég var þó ekki að leika sverð eins og sumir;)
Próf númer tvö, í heimspekilegum forspjallsvísindum, var krossapróf. Það var langt frá því að vera gefins, var eiginlega bara frekar erfitt. Fyrir utan það er fagið það leiðinlegasta sem til er og ég er varla fær um að hugsa hálfa hugsun eftir þessi ósköp.
Framundan eru tvö gagnapróf sem ég kvíði mjög, beygingar- og orðmyndunarfræði og setninga- og merkingarfræði, á einnig eftir próf í málnotkun sem ég held að verði kökubiti eins og maðurinn sagði.
Að gleðilegri tíðindum. Ég er mjög líklega að fara til Noregs í sumar, tvisvar og það í frábærum félagskap. Fer með Leikhópinn Sögu frá því í fyrra og verð hópstjórinn þeirra. Held að allir ætli að koma með nema Kristjana sem ætlar að fjölga mannkyninu. Þetta verður algjör snilld, þarf fyrst að fara ein í júní og hitta hina hópstjórana og svo með hópinn í ágúst. Nú þarf ég bara að fá frí í vinnunni og yfirmaður minn er að skoða það fyrir mig.
12 dagar í síðasta próf og júróvísjon gleði framundan, vúhú!