Ég á mér ekkert líf. Það er að segja fyrir utan skólabækurnar. Ég sé fyrir mér að innan skamms verð ég einangruð félagslega. Fyrrum vinirnir segja vandræðalegt hæ þegar þeir mæta mér fyrir tilviljun og smá saman hætta þeir því líka. Ég sökkvi mér æ dýpra í bækurnar og þar með beinustu leið til glötunnar og með hverju árinu þarf ég sterkari gleraugu.
Ýkjur? Ég viðurkenni að það gæti verið. Þó finnst mér alveg ófyrirgefnalega mikið að gera og ég hef ekki farið út með einhverjum af mínum kæru vinum síðan á miðvikudagskvöldið sem verður að teljast hræðilegt. Þó er árangurinn ekki meiri en sá að mér rétt tókst að skila verkefni fyrir fimm í dag en það var ekki tekið við verkefnum eftir það. Miðað við dagana sem tók mig að gera þetta verkefni (sem kemur beint úr iðrum jarðar) þá hefði ég ekki verið mjög sátt ef ég hefði ekki náð að skila því á réttum tíma. Raunar held ég hefði endað á sama stað og nágrannakona mín. Einnig tókst mér að lesa upp í einu fagi svo nú er ég bara á eftir kennsluáætlun í öllum hinum. Magnað! Reyndar er ég orðin svo heilabiluð að mér fannst óumræðilega fyndið að hann Kristján Árnason skyldi alltaf nota orðið saur sem dæmi um tvíhljóðið au. Þessa skemmtun má finna í hinu virðulega riti Íslenskri tungu.
Brynja var auðvitað hjá okkur um helgina svo við þræddum Kringluna og Smáralindina, svo fórum við stelpurnar í bíó á Step up, skyldi alla undra að Styrmir hafi ekki viljað koma með. Ég held að Brynju hafi bara þótt mjög gaman hjá okkur, hún allavega var ekki alveg tilbúin að fara heim og ætlar að koma fljótt aftur.
Það er hættulegt að taka sér lengri pásu frá námi, hef meira að segja lofað Lilju og Andra að heimsækja þau annað kvöld og taka í nokkur spil. Því má ég ekki slá slöku við núna. Að lokum; hversu fátækur er maður þegar ekki eru til 200 krónur fyrir möppu? Mín er að springa, eftir aðeins þrjár vikur. O, jæja....