Hér sit ég og skrifa á meðan ég bíð eftir að Lilja komi svo við getum klárað fyrirlesturinn okkar fyrir náskylda aðilann. Svo skemmtilega vill til að við eyddum gærdeginum í vinnu við þennan fyrirlestur og áðan var ég að klára ljósmyndaverkefni með Hildigunni og Örnu sem einnig skal skilast til sama aðila. Spurning hvort maður ætti að klaga þetta...
Talandi um skyldleika þá erum við orðin þrjú í skólanum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig hægt sé að nýta það sem best og hef komist að niðurstöðu. Ég ætla koma því á framfæri við pabba og Val að við gerum uppreisn og leggjum undir okkur skólann. Valur verður skólameistari (Afskakaðu pabbi en hann á flottari bíl), pabbi aðstoðarskólastjóri og ég dúx skólans. Ég fæ verðlaun bæði í eðlisfræði og stærðfræði við mikinn fögnuð Níelsar kennara. Mikið verður það nú gaman.
Um helgina var afmæli Ástu. Það tókst afskaplega vel og fórum við bæði á Amour og í Sjalla þar sem ég hitti tvo yfirmenn mína. Þar á meðal virðulegan verslunarstjóra. Maður er hvergi óhulltur lengur á þessum síðustu og verstu tímum.