Kominn tími á blogg fyrir löngu. Stundum gefst bara ekki tími til að sinna æstum aðdáendum mínum í bloggheiminum, þetta er eitt af þeim tímabilum.
Ég hef eiginlega bara fréttir úr skólanum. Búin að skrá mig í námskeið fyrir næsta ár og líst bara vel á. Vildi að þessi ógnarönn væri búin og dauðkvíði þessum 5 lokaprófum öllum með tölu. Það er meira að segja búið að taka að mér upplestrarvikuna því þá fer ég í tvö próf. Er þetta hægt, já maður spyr sig.
Þessa dagana er ég að skrifa bókmenntasögulega ritgerð um Davíð Þorvaldsson, þið fáið stóran plús í kladdann ef þið vitið hver hann var eða bara eitthvað um hann.
Því miður kemst ég ekki til Ólafvsvíkur með Mimma um helgina. Þarf að gera þessa ritgerð og aðra ritgerð o.s.frv.
Arna litla mágkona ætlar að koma og gista hjá okkur á morgun. Atli er að fara til Miami í þrjá mánuði og hún er að skutla honum eins langt og hægt er. Síðan geta þau systkinin talað um hversu vondir makar þeirra eru að fara svona til útlanda;)
Annars hef ég ekki mikið að segja, nema ég er komin með vinnu í sumar á leikskólanum Öldukoti, hlakka til að vinna aftur á leikskóla en sakna Pálmholts sárt:'(
6 dagar í norðurferð, er að sturlast úr tilhlökkun. Mamma og pabbi eru búin að lofa að gefa mér svo gott að borða:)