mánudagur, apríl 17, 2006

Farvel fagra fósturjörð... Kannski full dramatísk byrjun í ljósi þess að ég verð aðeins í óvinalandi í þrjá daga. Ég er búin að pakka niður og aðeins nokkrir klukkutímar í brottför. Þetta verður skemmtilegt en ég verð þó að viðurkenna að mig langar afskaplega mikið að stökkva upp í lestina í Köben og bruna til Jótlands. Þar myndi ég stoppa í Horsens og Arhus þar sem er fólk sem ég sakna. Svo langar mig líka til Edinborgar, dreymdi í nótt að ég væri þar í heimsókn og fengi að passa Kjartan í heilan dag. Góður draumur það.

Vorum með smá teiti um helgina, þar sem fólk eins og Lilja, Hrönn, Sara, Þórunn, Reginn, Ævar, Fannar og fleiri létu sjá sig. Svo var haldið á Amour, þar var fullt af kunnulegum andlitum. Ég skemmti mér bara vel. Við fórum svo heim með eina Búkollu ásamt henni Lilju minni sem gisti hjá okkur. Fínt kvöld.

Afmælisbörn apríl mánaðar eru; Agg mín litla en hún átti afmæli í gær, Johanna sem á afmæli á morgun, Svava mín sem á afmæli 19. og Malena sem á afmæli 20. Til hamingju með þetta elsku stelpurnar mínar:*

Best að snúa sér að nútímanum, danskur Kalli á næsta leiti, ekki slæmt:)

laugardagur, apríl 15, 2006

Þá er líklega komið að því að maður fari að hætta þessu. Ástæðan er sú að síðan er orðin leiðinleg, bara heppni ef hún birtir bloggin mín. Ég efast ekki um að þið bloggþyrstu lesendur viljið að ég fái mér aðra síðu. En ég er einnar síðu kona, myndi ekki svíkja síðuna mína fyrir einhverja nýrri.

Í fréttum er þetta helst. Danmörk á mánudaginn, nánar tiltekið Kaupmannahöfn. Ég fer með öllum Pálmholtsskvísunum, enda um náms- og starfsferð að ræða. Svo fara nú fleiri leikskólar, t.d. fara Mútta gamla og hinn ofursvali Aðalsteinn með sínum leikskólum. Þetta verður mjög fínt og stefnan tekin á Tívólí ásamt áðurnefndum Adda, vonandi gengur það eftir.
Núna er páskafrí í Sögu en við förum á fullt eftir páskafrí með McDonalds geðveikina.
Partý í kvöld? Já ég held það bara..

Fékk áskorun frá Adda, en síðan vill ekki birta hana, reyni aftur síðar.

mánudagur, apríl 10, 2006

Hehe, birti bara bloggið mitt í kommenti hjá "Test" færslunni.

laugardagur, apríl 08, 2006

Test